Mat á umhverfisáhrifum

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 22:07:29 (7807)

2000-05-13 22:07:29# 125. lþ. 119.2 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 125. lþ.

[22:07]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs fagna því að loks skuli samþykkt ný löggjöf um mat á umhverfisáhrifum og erum við þegar á heildina er litið nokkuð sáttir við þá niðurstöðu sem umhvn. komst að í vinnu sinni við frv. og greiðum málinu því atkvæði okkar.

Við teljum mikilvægt að sá skilningur skuli staðfestur við umræðuna um málið að Skipulagsstofnun geti hafnað framkvæmd vegna ónógra gagna eða ófullnægjandi rannsókna og teljum við þennan skilning liggja fyrir núna, enda óttumst við áhrifin af því að fella niður möguleikann til ítarlegra mats. Hins vegar vil ég ítreka þá fyrirvara sem minni hluti umhvn. hefur þegar lýst í umfjöllun um málið og lúta að tímafresti bráðabirgðaákvæðis og 11. gr. sem er allsendis ófullnægjandi að okkar mati, en í heildina greiðum við málinu atkvæði okkar.