Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Miðvikudaginn 06. október 1999, kl. 14:14:56 (98)

1999-10-06 14:14:56# 125. lþ. 4.2 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 125. lþ.

[14:14]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra nefndi hvernig hann liti á það á hvern klukkan tifar í þessu efni. Klukkan hefur ansi lengi tifað á ríkisstjórnina varðandi þann þátt að lækka sinn hlut í bensínverðinu vegna þess að það hefur legið fyrir allt þetta ár hvernig bensínverð hefur þróast og hve ríkissjóður hefur þá fengið meira í sinn hlut en ráð var fyrir gert. Þó að ríkið hafi verið með einhverjar áætlanir umfram það sem komið hefur á daginn, þá er alveg ljóst að miðað við það að ekki hefði orðið þessi mikla og óeðlilega hækkun á verði á bensíni, þá hefur ríkissjóður fengið miklu minna í sinn hlut. Auðvitað má snúa málinu upp með þeim hætti en þetta er þáttur sem efh.- og viðskn. hlýtur að skoða sérstaklega. En ég bíð eftir því við umræðuna að heyra hvort ráðherrann sé opinn fyrir því að skoða þær leiðir sem ég nefndi og kannski gæti hann svarað því núna í andsvarinu sem hann á eftir.