Sérstakar aðgerðir í byggðamálum

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 17:58:29 (444)

1999-10-12 17:58:29# 125. lþ. 7.13 fundur 10. mál: #A sérstakar aðgerðir í byggðamálum# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[17:58]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Aðeins út af ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann vitnar í eitthvert samkomulag um hvernig röð jarðgangaframkvæmda skuli vera í framtíðinni þá spyr ég hann eftir því hvar það samkomulag er til. Það er ekkert samkomulag til um framkvæmdaröð á jarðgöngum á Íslandi eða framkvæmdir við jarðgangagerð á Íslandi. Það er ekkert samkomulag þó eitthvað hafi verið gert í reykherbergjum í hv. Alþingi einhvern tíma á árum áður, þó að gert sé eitthvert munnlegt samkomulag, þá er það ekkert samkomulag sem stenst fyrir hinu háa Alþingi um framkvæmdaröð í þessum málaflokki. Ég spyr hvar það samkomulag er þingfest sem hér er verið að tala um. Ég hef hvergi séð það og það væri gaman ef hægt væri að benda á það í þingskjölum hv. Alþingis.