Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 16:25:57 (973)

1999-11-02 16:25:57# 125. lþ. 17.5 fundur 108#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[16:25]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Tómasi Inga Olrich fyrir þessar upplýsingar. Þær eru áhugaverðar. Vangaveltur mínar snúa að því, í tengslum við orð utanrrh. og munnlega skýrslu hans, hver staða okkar er ef við stöndum uppi næstum ein með EES-samninginn. Ég þakka þessar upplýsingar og finnst þær áhugavert innlegg í þá umræðu sem hér hefur farið fram.