Heimasíða "Hraunals" um álverið á Reyðarfirði

Mánudaginn 15. nóvember 1999, kl. 15:07:05 (1384)

1999-11-15 15:07:05# 125. lþ. 25.1 fundur 139#B heimasíða "Hraunals" um álverið á Reyðarfirði# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 125. lþ.

[15:07]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. umhvrh. fyrir það að hún komi til með að kynna sér þessi mál og ég vona að þá verði leyst úr þessu aðgengisvandamáli. Síðari hluti spurningar minnar heyrðist vart fyrir bjölluklingi áðan en hann gekk út á það hvort möguleiki væri á því að hæstv. umhvrh. beitti sér fyrir því að fresturinn til umsagna verði framlengdur. Hann á að renna út núna nk. föstudag en ég hef heyrt margar kvartanir frá fólki úti í bæ sem hefur verið að reyna að komast inn á þessar slóðir og ekki náð, þannig að síðari hluti spurningar minnar er þessi:

Er möguleiki á að fá þennan frest framlengdan í ljósi þessa?