Jarðalög

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 12:28:24 (2169)

1999-12-02 12:28:24# 125. lþ. 34.3 fundur 227. mál: #A jarðalög# (lögræðisaldur) frv. 119/1999, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[12:28]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Ég tel rétt, hæstv. forseti, að bíða þess að nefndin skili af sér og frv. líti dagsins ljós. Ég mun ekki beita mér fyrir því að fella lögin úr gildi. Enda hygg ég, eins og ég sagði áður, að þessu sé æ minna beitt. Þörfin er ekki eins brýn og sveitarstjórnir fara sér hægar í þessu efni.

Ég legg til að við bíðum eftir nýju frv.