Fjáröflun til vegagerðar

Föstudaginn 03. desember 1999, kl. 10:59:29 (2214)

1999-12-03 10:59:29# 125. lþ. 35.10 fundur 223. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (afsláttur af þungaskatti) frv. 31/2000, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 125. lþ.

[10:59]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætlast ekki til að ráðherrann kunni allar tölur. En mér hefði ekki þótt ólíklegt, þegar verið er að færa þetta inn í kílómetrum, að hægt væri að leggja mat á mismuninn til þess að við getum áttað okkur á hvað felist í lögunum sem við erum að setja. Væntanlega verður það þá skoðað í efh.- og viðskn.

Alþingi hefur sett ívilnandi lög, ef ég man rétt, um rafmagnsknúna bíla til þess að hvetja til notkunar þeirra. Það er umhverfisvæn aðgerð. Ég hvet ráðherrann eindregið til að gera það eitt af stóru málunum í ráðuneyti sínu að skoða þessa orkugjafa og bregðast við með lagasetningu um bifreiðargjöld þannig að sem hagstæðast verði frá umhverfissjónarmiði.