Fjáröflun til vegagerðar

Föstudaginn 03. desember 1999, kl. 11:06:00 (2219)

1999-12-03 11:06:00# 125. lþ. 35.10 fundur 223. mál: #A fjáröflun til vegagerðar# (afsláttur af þungaskatti) frv. 31/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 125. lþ.

[11:06]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég er almennt séð sammála þingmanninum um að skattalögin eiga að vera hrein, undanþágulítil, helst undanþágulaus eftir því sem fært er og að önnur markmið sem menn vilja ná með lagasetningu á Alþingi eigi að vera gegnsæ og ekki falin endilega í skattalögum heldur annars staðar þar sem þau eiga betur heima. Ég get tekið undir það sem almennt viðhorf.

Ég tel ekki að þessi umræða eigi beint rétt á sér að því er varðar þetta frv. vegna þess að það er ekki verið að gera slíka hluti í þessu tiltekna máli (Gripið fram í.) sem ég hef mælt hér fyrir. (Gripið fram í: Það er verið að afnema það.) Það mætti frekar halda því fram að verið væri að afnema slíkt.