Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 16:42:42 (2357)

1999-12-06 16:42:42# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[16:42]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Af því að þannig háttar til að hv. þm. Guðjón Guðmundsson á sæti í stjórn Byggðastofnunar og sat einnig í nefndinni sem samdi frv. sem hér er til umræðu þá langar mig að spyrja hann, í tilefni af þessari skýrslu sem kom út fyrir helgi: Hvernig lítur hann á það að ný stofnun með nýja skipan og undir nýju ráðuneyti, að stjórn hennar geti haft svo miklar skoðanir á m.a. sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum eins og fram kemur í þessari skýrslu?

Ég reikna fastlega með því að þetta hafi verið rætt í nefndinni sem samdi frv. Mér þætti vænt um að það kæmi fram hvernig stjórnin á að geta haft miklar skoðanir á málefnum annarra ráðuneyta.