Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:42:32 (2393)

1999-12-06 18:42:32# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:42]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. svaraði ekki því sem ég spurði hann um. Ég var að spyrja hann hvort hann væri sammála hv. þm. Guðjóni Guðmundssyni í þessu, þar sem ég skildi hans orð svona. En aðalatriði spurningar minnar var að ég lýsti því að ég hef sjálfur orðið þess aðnjótandi að ganga á fund þessa hæstv. ráðherra þar sem hann gerði mér grein fyrir því að ef ég tæki sæti í viðkomandi stjórn þá væri ég hans fulltrúi, ég væri ekki fulltrúi utan úr bæ, ég væri ekki fulltrúi Alþb., ég væri ekki fulltrúi Alþingis, ég væri fulltrúi iðnrh., þ.e. bankamálaráðherra í því tilfelli. Ég þykist vita að hann muni ekki hafa önnur tök á þeim sem verða skipaðir í Byggðastofnun. Hann mun líta þá sömu augum og hann hefur litið þá sem hann hefur skipað í aðrar stofnanir, a.m.k. þar sem ég þekki til. Ég veit reyndar fleiri dæmi um það að svona hafi hæstv. ráðherra staðið að málum. Þetta er ekki að persónugera. Hæstv. ráðherra er núna í þessum ráðherrastóli og ég reikna bara með því að hann hafi ekki önnur tök á þessu en ég er að lýsa .