Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 19:03:19 (2399)

1999-12-06 19:03:19# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[19:03]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að miklu meiri hætta yrði á hagsmunaárekstrum ef umhvrn. færi með þessi mál en að hafa það í höndum iðn.- og viðskrn.

Í annan stað tók ég eftir því að hv. þm. nefndi saman landbrn. og sjútvrn. og vó það á móti iðnrn. en það er einmitt vandamálið. Það er að velja annað hvort þessara tveggja ráðuneyta til að fara með byggðamálin. Það mundi vefjast fyrir mér.