Ósk um viðræður við fulltrúa Norsk Hydro

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 13:43:40 (2411)

1999-12-07 13:43:40# 125. lþ. 37.91 fundur 192#B ósk um viðræður við fulltrúa Norsk Hydro# (aths. um störf þingsins), PHB
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[13:43]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Í hv. iðnn. var búið að ræða við alla þá gesti sem óskað hafði verið eftir og beðið var eftir áliti frá umhvn. Þess vegna er mjög óeðlilegt að fram komi beiðni um enn einn gestinn þegar svo er komið og má jafnvel líta á það sem töf.

Fyrir liggur undirrituð viljayfirlýsing af Norsk Hydro og innlendum aðilum frá því í sumar. Ef annar aðilinn, þ.e. innlendu aðilarnir, hvika frá forsendum þeirrar viljayfirlýsingar, þá er hinn aðilinn, þ.e. Norsk Hydro, laus undan skuldbindingu vegna þeirrar viljayfirlýsingar ef hann vill. En innlendir aðilar eru bundnir. Því er mjög hættulegt í mjög breytilegum heimi eins og þeim sem við lifum í --- spár um álverð breytast dag frá degi --- og mjög vafasamt að gefa það færi á sér að Norsk Hydro sé laust en Íslendingar ekki.

Í ljósi þessa var samþykkt í iðnn. með sex atkvæðum gegn þremur að fella þá beiðni sem fram kom og ef minni hlutinn getur ekki sætt sig við ákvarðanir meiri hlutans, þá er hann í rauninni að segja að hann vilji ekki lýðræði.