Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 22:13:55 (2480)

1999-12-07 22:13:55# 125. lþ. 37.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[22:13]

Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli forseta á því að klukkan er farin að ganga ellefu og vil láta í ljós óánægju með að menn skuli vera að hefja umræðu á þessum tíma sólarhrings um stórmál og það ekki færra en þrjú þingmál sem hér eru á ferðinni, ef ræða á allan Schengen-pakkann í kvöld eða í nótt. Mér finnst ekki mjög lánlega að verki staðið með skipulag þinghaldsins að hefja umræðu um þetta mál á þessum tíma sólarhrings.

Ég ætla ekki að hafa um það fleiri orð en ég vil koma þessari óánægju minni á framfæri.

(Forseti (GuðjG): Þau skilaboð eru móttekin.)