Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 11:19:35 (2931)

1999-12-15 11:19:35# 125. lþ. 46.3 fundur 270. mál: #A Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga# frv. 113/1999, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[11:19]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þennan skatt tel ég að mjög brýnt sé að hafa slíkar fjárveitingar til að byggja upp menningarstofnanir og sjá um að menningarhús og söfn og aðrar slíkar stofnanir búi við góðan húsakost, enda hef ég aldrei verið talsmaður þess að sá skattur verði afnuminn. Hann var framlengdur við afgreiðslu fjárlaga fyrir ári til nokkurra ára og var það gert í góðri sátt við þingmenn Sjálfstfl. og aðra. Þess vegna er ástæðulaust fyrir hv. þm. að gera lítið úr stuðningi okkar við það þjóðþrifamál að nýta þá fjármuni til að uppbygging menningarhúsa verði viðunandi.