Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 11:26:22 (2937)

1999-12-15 11:26:22# 125. lþ. 46.3 fundur 270. mál: #A Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga# frv. 113/1999, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[11:26]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra sagði í fyrri ræðu sinni að verið væri að skipuleggja hvernig ætti að koma Þjóðminjasafninu fyrir í hinu nýuppgerða húsi þegar þar að kemur. Hann minntist hins vegar ekki á þessi útboð sem virðast hafa komið mjög flatt upp á menn að þyrfti að fara í og hafa auðvitað tafið verkið. Ég tel þetta skýra það að nokkru leyti og er í fyrsta sinn sem ég heyri það og þakka ég fyrir þær skýringar.