Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 19:01:32 (3197)

1999-12-16 19:01:32# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[19:01]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Dómsmrn. þýðir væntanlega hæstv. dómsmrh. Það er hæstv. dómsmrh. sem er ábyrgur fyrir þessari vinnu. Er það staðfastur ásetningur hæstv. dómsmrh. að stuðla að því að fyrrnefnt frv. fái afgreiðslu fyrir vorið og þá væntanlega með það fyrir augum að tryggja réttarstöðu allra Íslendinga, að tryggja jafnræði með öllum Íslendingum óháð kynhneigð þeirra?