Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 17:27:24 (3486)

1999-12-18 17:27:24# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[17:27]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna þessara orða hv. þm. vill forseti árétta og undirstrika að ekki hefur verið venja hér að bera orðaskipti, einstök orðaskipti í nefndum þingsins, inn í þingsal.

Forseti vill að gefnu tilefni árétta það að góður og nægur tími gefst til þessarar umræðu. Ræðutími þingmanna er ótakmarkaður. Þeir geta komið tvisvar og rætt málið. Forseti vill því beina því til hv. þingmanna að þeir nýti þá heimild sína fremur en að fara þær leiðir sem hér eru farnar, þ.e. ræði hér efnislega málið undir liðnum um fundarstjórn forseta, fari kannski stundum í að bera af sér sakir fyrir ekki allt of hörð ummæli og skapi sér þannig tækifæri til ræðutíma umfram aðra þingmenn. Þessum almennu tilmælum vildi forseti koma til þingmanna að gefnu tilefni.