Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 245  —  128. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar um gjald fyrir ökupróf, ökuskírteini og vegabréf.

     1.      Hverjar eru heildartekjur ríkissjóðs af prófgjaldi fyrir ökupróf og hver er útlagður kostnaður hins opinbera við sömu próf, sundurliðað eftir flokkum prófa?
    Upplýsinga var aflað hjá Umferðarráði um tekjur ríkissjóðs af prófgjaldi fyrir ökupróf og útlagðan kostnað við þau. Í fyrirspurninni er ekki tilgreint hvaða tímabil óskað er upplýs inga um og byggist eftirfarandi svar á upplýsingum fyrir árið 1998. Reiknuð prófgjöld sam kvæmt prófakerfi Umferðarráðs voru samtals 30.386.900 kr. og sundurliðast eins og sést í eftirfarandi töflu.

Bifhjól (A) Bifreið (B) Létt bifhjól (M)
bóklegt verklegt bóklegt verklegt bóklegt verklegt
Fjöldi 301 207 6.599 4.969 194 84
Prófgjald, kr. 900 2.800 900 2.800 900 2.000
Samtals, kr. 270.900 579.600 5.939.100 13.913.200 174.600 168.000
         Hópbifreið (D)
verklegt
Vörubifreið (C)
verklegt
Leigubifreið verklegt Eftirvagn (CE) verklegt     
Allir flokkar
Fjöldi 353 491 377 299
Prófgjald 8.000 5.000 8.000 3.500
Samtals, kr. 2.824.000 2.455.000 3.016.000 1.046.500 30.386.900

    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisbókhaldi 23. janúar 1999 voru prófgjöld ársins 1998 29.654.900 kr. Í töflunni er tekið mið af því hvenær próf voru tekin, þarna munar 2,4% og skýrist þessi munur af því að gjöld geta hafa verið greidd fyrir eða eftir áramót.
    Útlagður kostnaður hins opinbera vegna ökunámsdeildar Umferðarráðs árið 1998 var samtals 42.030.000 kr. og sundurliðast eins og sést í töflunni hér á eftir.

Kr.
Laun og launatengd gjöld
26.736.000
Ferðakostnaður
3.135.000
Skrifstofuvörur
672.000
Aðkeypt þjónusta
964.000
Húsnæðiskostnaður
3.399.000
Hlutdeild í sameiginlegum kostnaði
6.710.000
Eignakaup
44.000
Bifreiðakostnaður
370.000
Samtals
42.030.000

    Skipting þessa kostnaðar niður á einstök próf eða réttindaflokka er mjög vanda- og vafasöm, m.a. af eftirfarandi ástæðum:
    Prófað er til akstursréttinda á um 20 stöðum á landinu. Sama hvar á landinu próf er tekið er gjaldið sem innheimt er hjá einstaklingi það sama en kostnaður við prófið mjög breytileg ur.
    Varðandi bókleg próf til A-, B- og M-réttinda er sama gjald innheimt hvort sem prófað er með hópprófi eða einstaklingsprófi. Einstaklingspróf eru sérstaklega notuð í þeim tilvikum þar sem próftaki á erfitt með próftöku t.d. vegna lesblindu eða annars sem háir honum í próf töku. Reynt er að veita sem besta þjónustu á hverjum tíma með tilliti til biðtíma próftaka og nýtingarhlutfalls prófdómara. Þjónustustig sem miðað hefur verið við undanfarin ár er að biðtími eftir prófi fari ekki yfir fimm virka daga og nýtingarhlutfall sé 85%.

     2.      Telur ráðherra eðlilegt að prófgjöld séu greidd tvisvar að fullu þegar verkleg próf eru í tveimur hlutum, sbr. hópbifreiðapróf?
    Gjöld fyrir ökupróf eru ákveðin í 84. gr. reglugerðar um ökuskírteini, nr. 501/1997, eins og henni var breytt með reglugerð nr. 799/1998. Gjald fyrir verklegt próf fyrir D flokk (hóp bifreið) er tvískipt, annars vegar 6.000 kr. fyrir almenn réttindi og hins vegar 4.000 kr. fyrir próf til farþegaflutninga í atvinnuskyni. Þessi próf mega fara fram samtímis og ef svo er gert er gjaldið 9.000 kr. og því lægra en fyrir tvö aðskilin próf. Algengast er að umsækjendur gangist undir bæði prófin samtímis.
    Vakin er athygli á að samkvæmt 4. mgr. 50. gr. umferðarlaganna er heimilt að synja manni um réttindi til að stjórna bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. hegningarlaga eiga við um hagi umsækjandans. Þetta á við ef umsækjandi hefur verið dæmdur fyrir brot og brotið gefur til kynna að veruleg hætta sé á því að viðkomandi muni fremja brot í stöðu sinni eða starfsemi. Gildir þetta um farþegaflutninga í atvinnuskyni, hvort heldur er með fólksbifreið eða hópbifreið. Þetta gæti, svo dæmi sé tekið, átt við um þann sem dæmdur hefur verið fyrir kynferðisbrot. Slíkur umsækjandi á hins vegar rétt á að gangast undir almennt hópbifreiðapróf (sem ekki felur í sér heimild til farþegaflutninga í atvinnu skyni). Umsækjandi sem hefur almenn réttindi fyrir D flokk (hópbifreið) kann að vilja öðlast viðbótarréttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir þann flokk. Umsækjandinn kann t.d. að hafa fallið á slíku prófi eða hafa D-réttindi samkvæmt erlendu ökuskírteini. Ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni má ekki gefa út á grundvelli erlends ökuskírteinis, sbr. 3. mgr. 70. gr. reglugerðar um ökuskírteini. Þegar þannig stendur á gengst umsækjandi einungis undir viðeigandi próf.

     3.      Telur ráðherra sanngjarnt að full prófgjöld séu lögð á við endurtekningarpróf hafi próftaki ekki staðist hið fyrsta?
    Ef próftaki stenst ekki próf (fræðilegt eða verklegt) á hann kost á að endurtaka það. Endurtekið próf er að öllu leyti eins og hið fyrra. Gjald er ákveðið fyrir hvert einstakt próf og þá er eðlilegt að gjald fyrir endurtekið próf sé sama og fyrir það sem áður var tekið.

     4.      Hverjar eru tekjur ríkissjóðs af útgáfu ökuskírteina og hver eru útgjöld hans af sömu orsökum, sundurliðað eftir helstu tekju- og gjaldstofnum?
    Upplýsinga um tekjur og útgjöld ríkissjóðs var aflað hjá Ríkisbókhaldi. Í fyrirspurninni er ekki tilgreint hvaða tímabil óskað er upplýsinga um og er hér byggt á upplýsingum fyrir janúar til október 1999.
    Tekjur ríkissjóðs af útgáfu ökuskírteina eru samtals 65.950.000 kr. og sundurliðun eftir tegundum skírteina sést í töflunni hér á eftir.

Kr.
Bráðabirgðaökuskírteini
9.714.500
Ökuskírteini (fullnaðarskírteini)
52.586.500
Ökuskírteini, 65 ára og eldri
3.182.000
Ökuskírteini fyrir M og T flokka
180.000
Alþjóðlegt ökuskírteini
287.000
Samtals
65.950.000

    Bein útgjöld ríkissjóðs af útgáfu ökuskírteina eru samtals 15.364.537 kr. og skiptast helstu gjaldstofnar eins og sést í næstu töflu.

Kr.
Prentun, fjölritun, bókband, ljósritun
15.322.232
Vöru- og hraðflutningar
28.784
Skrifstofuvéla- og tölvuverkstæði
13.521
Samtals
15.364.537

     Með lögum nr. 159/1998 var sett sérstakt ákvæði í lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, þess efnis að gjald fyrir ökuskírteini (fullnaðarskírteini) fyrir A, B, BE, C, CE, D og DE flokka og til farþegaflutninga í atvinnuskyni skyldi vera 3.500 kr., en gjald fyrir M og T flokkana 2.000 kr.

     5.      Er eðlilegt að tvígreitt sé fyrir ökuskírteini eins og raunin mun vera þegar einstaklingur nemur til aksturs vörubifreiðar og fer í kjölfarið í nám og próf til aksturs með eftir vagn?
    Ýmis ökuréttindi öðlast menn ekki nema þeir hafi náð tilteknum aldri og öðlast tiltekin ökuréttindi, sbr. 15. og 17.–19. gr. reglugerðar um ökuskírteini. Ökuskírteini fyrir B flokk (fólksbifreið/sendibifreið) og 18 ára aldur eru t.d. skilyrði fyrir því að öðlast ökuskírteini fyrir BE flokk (fólksbifreið/sendibifreið með stórum eftirvagni/tengitæki) og C flokk (vöru bifreið). Ökuskírteini fyrir C flokk er sömuleiðis skilyrði fyrir því að öðlast ökuskírteini fyrir CE flokk (vörubifreið með stórum eftirvagni/tengitæki). Kennslu til tiltekinna réttinda má heldur ekki hefja nema viðkomandi hafi áður öðlast ökuskírteini fyrir tiltekinn flokk, sbr. 27. gr. reglugerðarinnar. Þannig má ekki hefja kennslu fyrir BE, CE eða DE flokkana (öku tæki með stóran eftirvagn/tengitæki) nema viðkomandi hafi öðlast ökuskírteini fyrir, eftir því sem við á, B, C og D flokk. Nám og próf til viðbótarökuréttinda er þannig háð því að við komandi hafi þegar öðlast ökuskírteini fyrir tiltekin réttindi. Hvenær viðbótarnámið hefst og próf er tekið fer mjög eftir atvikum. Ökuskírteini er hins vegar gefið út að uppfylltum skil yrðum og réttindi eru háð því að skírteinið hafi verið gefið út. Að svokölluð bráðabirgða akstursheimild hafi verið gefin út vegna þess að afhending ökuskírteinis dregst breytir ekki því að ökuskírteini hefur verið gefið út.

     6.      Hverjar eru heildartekjur ríkissjóðs af útgáfu vegabréfa og hver eru útgjöldin að sama skapi, sundurliðað eftir helstu tekju- og gjaldstofnum?
    Upplýsinga var aflað hjá Ríkisbókhaldi og er byggt á tekjum og gjöldum fyrir janúar til október 1999. Heildartekjur ríkissjóðs af útgáfu vegabréfa eru samtals 120.937.744 kr. og sundurliðast eftir tegundum vegabréfa eins og sést í töflu.

Kr.
Vegabréf (18–66 ára)
76.222.000
Vegabréf (18–66 ára), skyndiútgáfa
17.857.200
Vegabréf (18–66 ára), neyðarvegabréf
464.600
Vegabréf, aðrir en 18–66 ára
20.809.700
Vegabréf, aðrir, skyndiútgáfa
5.504.600
Vegabréf, aðrir, neyðarútgáfa
34.000
Vegabréf til útlendinga
40.800
Óskilgreint
4.844
Samtals
120.937.744

    Útgjöld vegna útgáfu vegabréfa eru samtals 55.091.004 kr. Hafa ber í huga að þar er meðtalinn stofnkostnaður við útgáfu nýrra vélrænt lesanlegra vegabréfa, sbr. lög um vega bréf, nr. 136/1998, sem tóku gildi 1. júní sl. Áætlað er að viðvarandi rekstarkostnaður við útgáfu vegabréfa verði 22–26 millj. kr. á ári. Útgjöld fyrir janúar til október 1999 sundurlið ast eftir helstu gjaldstofnum eins og kemur fram í töflunni.

Kr.
Prentun, fjölritun, bókband, ljósritun vegna eldri gerðar vegabréfa
3.087.761
Fundagjöld
52.085
Fargjöld erlendis
102.770
Dagpeningar erlendis
437.934
Bílaleiga
26.383
Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar
458.438
Þýðendur, túlkar
33.120
Önnur sérfræðiþjónusta án virðisaukaskatts
34.802.741
Önnur sérfræðiþjónusta með virðisaukaskatti
2.849.298
Hugbúnaðargerð
3.622.044
Birtingar á auglýsingum
46.063
Prentun, fjölritun, bókband, ljósritun
28.697
Tölvubúnaður
906.670
Laun og skrifstofukostnaður *
8.637.000
Samtals
55.091.004

     * Aðeins er unnt að tilgreina sérstaklega launakostnað þeirra starfsmanna sem starfað hafa að miðlægu vegabréfaútgáfunni frá því í maí sl. Ekki liggur fyrir sundurliðaður launakostnaður þeirra starfsmanna á öllum lögreglustjóraembættum sem sáu um vegabréfaútgáfu á hverjum stað fram til 1. júní sl. eða þeirra starfsmanna lögreglustjóraembætta sem nú taka við umsóknum, veita upplýsingar og leiðbeiningar við útfyllingu umsókna, kanna hvort skilyrði séu uppfyllt til útgáfu vegabréfs og senda Útlendingaeftirlitinu til útgáfu.

    Með lögum nr. 159/1998 var sett sérstakt ákvæði um fjárhæð gjalda fyrir útgáfu vega bréfa í lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

     7.      Hverjar eru viðbótartekjur ríkissjóðs af aukagjaldi fyrir útgáfu vegabréfa þegar svokallaðrar hraðafgreiðslu er óskað (innan 10 virkra daga) og hver eru sundurliðuð við bótarútgjöld ríkissjóðs af sömu ástæðum?
    Viðbótartekjur ríkissjóðs af aukagjaldi fyrir skyndiútgáfu, fyrir júní til október 1999, eru samtals 23.361.800 kr.
    Upplýsingar liggja fyrir um tekjur af skyndivegabréfum, en ekki um viðbótarútgjöld ríkis sjóðs af þeirri útgáfu. Viðbótarútgjöld stafa af því að þörf er á að hafa starfsmenn á vakt og/eða bakvakt allan sólarhringinn og vegna útkalla. Þá krefst skyndiútgáfa vegabréfa oft aukavinnu eða aukaviðveru starfsmanna. Hjá vegabréfaútgáfunni eru fjögur stöðugildi, en nauðsyn er á viðbótarstarfskrafti yfir sumartímann vegna anna á þeim tíma.

     8.      Hver er ástæða þess að útgáfa vegabréfa tekur meira en 10 virka daga? Er áformað að stytta þennan biðtíma án þess að aukagjald komi til?
    Ástæða þess að útgáfa vegabréfa tekur meira en 10 virka daga er sú að miðlæg útgáfa vél rænt lesanlegra vegabréfa var tekin upp er ný lög um vegabréf, nr. 136/1998, tóku gildi 1. júní sl. og lengdist afgreiðslutíminn frá því sem áður var. Fyrir gildistöku laganna gáfu lög reglustjórar út vegabréf á hverjum stað. Nú taka lögreglustjórar við umsóknum og kanna hvort skilyrði fyrir útgáfu vegabréfs séu uppfyllt. Að því búnu er umsóknin send Útlendinga eftirlitinu sem gefur út vegabréfið og sendir það viðkomandi lögreglustjóra aftur eða um sækjandanum í ábyrgðarbréfi. Ástæða þess að aðeins er unnt að hafa vegabréfaútgáfu á ein um stað á landinu er sú að útgáfubúnaðurinn er mjög dýr.
    Framkvæmdanefnd sem sá um undirbúning að útgáfu vegabréfa með nýju fyrirkomulagi taldi að ekki væri unnt að tryggja að vegabréf yrðu afhent umsækjanda innan 10 virkra daga. Álagstímar geta komið upp, t.d. í byrjun sumars þegar sumarleyfisferðir landsbúa hefjast. Jafnframt var við það miðað að allir landsbúar sætu við sama borð í þessum efnum, hvar sem þeir væru búsettir.
    Þess má geta að allir lögreglustjórar mega gefa út vegabréf til bráðabirgða (neyðarvega bréf) þegar sérstaklega stendur á og er gildistími þess miðaður við lok ferðar. Með þeim möguleika og því að unnt er að gefa út skyndivegabréf með eins dags fyrirvara er veitt mun meiri þjónusta hér á landi í þessum efnum en í nágrannaríkjum okkar.
    Stefnt er að því að síðar meir verði lögreglustjórum unnt að senda umsóknir um útgáfu vegabréfs til Útlendingaeftirlitins á rafrænan hátt svo að mögulegt verði að stytta afgreiðslu tímann.