Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 319  —  25. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Margréti Frímannsdóttur og Ögmundi Jónassyni.



     1.      Við 4. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verði 3. málsl., svohljóðandi: Skal annar þeirra manna sem viðskiptaráðherra tilnefnir vera fulltrúi innstæðueigenda og fjárfesta.
     2.      Við 10. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Einstaklingar skulu fá kröfur sínar vegna tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum greiddar að fullu. Krafa hvers lögaðila og krafa einstaklinga vegna tryggðra verðbréfa og reiðufjár allt að 1,7 millj. kr. skal bætt að fullu en allt sem umfram þá fjárhæð er skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar sjóðsins hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Lögaðilar geta ekki krafið sjóðinn um frekari greiðslu síðar þótt tjón þeirra hafi ekki verið bætt að fullu. Sama á við um einstaklinga varðandi kröfur vegna tryggðra verðbréfa og reiðufjár.