Ferill 227. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 366  —  227. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, og Guðmund Sigþórsson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu.
    Efni frumvarpsins einskorðast við breytingu á lögunum vegna hækkunar sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár og leggur nefndin til að það verði samþykkt.
    Guðjón A. Kristjánsson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.
    Einar Oddur Kristjánsson, Einar Már Sigurðarson, Guðmundur Árni Stefánsson og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. des. 1999.



Hjálmar Jónsson,


form., frsm.


Drífa Hjartardóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.



Þuríður Backman.


Guðjón Guðmundsson.