Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 394  —  69. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um skráð trúfélög.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 7. gr.
                  a.      Orðin „og ekki eldri en 75 ára“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „önnur en þau“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: öðrum en þeim.
     2.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „18 ára“ í 1. mgr. komi: 16 ára.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                       Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inngöngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi.
     3.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Skulu“ í síðari málslið 4. mgr. komi: Geta.
                  b.      Greinarfyrirsögn verði: Innganga og úrsögn úr skráðu trúfélagi og úrsögn úr þjóðkirkjunni.