Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 438  —  214. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu, o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Eirík Guðnason frá Seðlabanka Íslands.
    Frumvarp þetta er flutt í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 1999, að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands, skipan ráðuneyta og verkefni þeirra á kjörtímabilinu. Með frumvarpinu er yfirstjórn Seðlabanka Íslands flutt frá viðskiptaráðuneyti til forsætisráðuneytis sem ráðuneytis efnahagsmála.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 15. des. 1999.



Valgerður Sverrisdóttir,


varaform., frsm.


Ásta Möller.


Lúðvík Bergvinsson.




Katrín Fjeldsted.


Guðrún Ögmundsdóttir,


með fyrirvara.


Gunnar Ingi Gunnarsson.



Helga Guðrún Jónasdóttir.


Pétur H. Blöndal.


Ólafur Örn Haraldsson.