Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 960  —  286. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997, með síðari breyt ingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Birgi Má Ragnarsson frá viðskipta ráðuneyti og Arnar Sigurmundsson og Úlfar Steindórsson frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
    Með frumvarpinu er lagt til að haldnir verði ársfundir í Nýsköpunarjóði atvinnulífsins eins og almennt tíðkast í atvinnulífinu, eigi síðar en 31. maí ár hvert.
    Ljóst er að þörf fyrir miðlun upplýsinga sem tengjast starfsemi Nýsköpunarsjóðs er síst minni en í atvinnulífinu almennt. Leggur nefndin því til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 23. mars 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.