Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 964  —  219. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr. Við greinina bætist nýr stafliður er verði a-liður, svohljóðandi: Við d-lið 2. mgr. bætist: og er 400 kg að eigin þyngd eða meira.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Bifreiðir í eigu þeirra sem fá greiddan örorkustyrk, örorkulífeyri, bensínstyrk eða umönnunargreiðslur vegna örorku barna frá Tryggingastofnun ríkis ins. Jafnframt eiga þeir öryrkjar sem notið hafa niðurfellingar skv. 1. málsl. rétt á niðurfellingu ef þeir hafa öðlast rétt til ellilífeyrisgreiðslna eða dveljast á stofnun, sbr. 43. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar. Sama rétt eiga foreldrar langveikra og fjölfatlaðra barna sem vistuð eru utan heimilis ef réttur til umönnunargreiðslna héldist óskertur væri barnið heima. Réttur til niðurfellingar bifreiðagjalds vegna þeirra sem fá greiddan örorkustyrk, örorkulífeyri eða bensínstyrk er bundinn því skilyrði að bóta- eða styrkhafi sé í ökutækjaskrá annaðhvort skráður eigandi bifreiðar eða umráðamaður bifreiðar samkvæmt eignarleigusamningi. Réttur til niðurfellingar bifreiðagjalds af bifreiðum í eigu þeirra sem fá umönnunargreiðslur vegna örorku barna nær til einnar bifreiðar og er bundinn því skilyrði að skráður eigandi bifreiðar samkvæmt ökutækjaskrá fari með forsjá barnsins. Óheimilt er að fella niður bif reiðagjald af bifreiðum sem eru yfir 3.500 kg að eigin þyngd og nýttar eru í atvinnu rekstri. Ef sá sem á rétt á niðurfellingu bifreiðagjalds á fleiri en eina bifreið skal bif reiðagjald fellt niður af þeirri bifreið sem er þyngst. Fyrir álagningu bifreiðagjalds skal Tryggingastofnun ríkisins senda ríkisskattstjóra upplýsingar um bifreiðaeign þeirra sem fá slíkar greiðslur frá stofnuninni sem að framan greinir.
                  b.      Orðin „í jafnlangan tíma“ í e-lið falli brott.
     3.      Við 6. gr. 1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Fjármálaráðherra felur tilteknum skattstjóra eða ríkisskattstjóra álagningu bifreiðagjalds og aðra framkvæmd laganna.
     4.      Við 10. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2000.