Ferill 322. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 991  —  322. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á vegalögum, nr. 45/1994, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             Við 9. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Reiðvegir eru vegir sem einkum eru ætlaðir umferð ríðandi manna og eru kostaðir af einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum eða opinberum aðilum. Hjólreiða- og göngustígar eru einkum ætlaðir hjólandi og gangandi vegfarendum og eru kostaðir af einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum eða opinberum aðilum.
     2.      Við 2. gr. Í stað orðanna „og reiðvega“ komi: reiðvega og hjólreiða- og göngustíga.
     3.      Við 3. gr. Í stað orðanna „og reiðvegir“ komi: reiðvegir og hjólreiða- og göngustígar.
     4.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Í stað orðsins „gangstíga“ í 20. gr. laganna kemur: hjólreiða- og göngustíga.
     5.      Við 4. gr., er verði 5. gr.
                  a.      Í stað tölunnar „500“ í b-lið komi: 300.
                  b.      Í stað orðanna „ákveða með samkomulagi“ í c-lið komi: semja um.