Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1006  —  261. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 133 21. desember 1994.

(Eftir 2. umr., 12. apríl.)



1. gr.

    A-liður 13. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgara í ríkjum sem eiga aðild að samningi um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, hafi þeir fengið dvalarleyfi eða afhent skráningaryfirvaldi norrænt flutningsvottorð. Hið sama gildir um maka Íslendinga eftir því sem við á.

2. gr.

    Við 14. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
    Þeir sem koma fram á næturklúbbum falla ekki undir þessa undanþágu.
    Ráðherra getur sett reglur sem skilgreina nánar einstök störf sem falla undir undanþágu skv. 1. mgr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.