Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1031  —  501. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1990, um Íslenska málnefnd, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Árnason og Ara Pál Kristinsson frá Íslenskri málnefnd, Jón Friðjónsson frá Háskóla Íslands og Þórunni J. Hafstein og Val Árnason frá menntamálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum um Íslenska málnefnd er varða ráðningu forstöðumanns og rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Þannig er lagt til að menntamálaráðherra skipi forstöðumann til fimm ára í senn í samræmi við meginreglu laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og jafnframt er gert ráð fyrir að Íslensk málstöð verði sjálfstæð stofnun og ekki rekin í lögbundinni samvinnu við Háskóla Íslands.
    Fram kom í máli forsvarsmanna Íslenskrar málnefndar og Háskóla Íslands að sátt ríkir um frumvarpið, enda er hér einungis um tæknilegar breytingar að ræða en ekki efnislegar, og jafnframt var lögð áherslu á áframhaldandi tengsl stofnananna.
    Nefndin tekur undir framangreindan skilning gesta. Nefndin er sammála um að breyta þurfi orðalagi 2. gr. og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    2. gr. orðist svo:
    4. gr. laganna, sbr. 121. gr. laga nr. 83/1997, orðast svo:
    Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Íslenskrar málstöðvar til fimm ára í senn. Forstöðumaður skal hafa lokið meistaraprófi eða jafngildu prófi í íslenskri málfræði. Leita skal álits Íslenskrar málnefndar um umsækjendur um stöðu forstöðumanns áður en skipað er í stöðuna.
    Forstöðumaður ræður annað starfsfólk. Hann stjórnar daglegum rekstri málstöðvarinnar og gefur ráðherra árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar.

Alþingi, 11. apríl 2000.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Tómas Ingi Olrich.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Svanfríður Jónasdóttir.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Kolbrún Halldórsdóttir.



Kristinn H. Gunnarsson.


Vigdís Hauksdóttir.


Árni Johnsen.