Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1047  —  460. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (EKG, KHG, HjÁ, VE, ÁRÁ, GHall).



     1.      Við 2. gr. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Hafi krókaaflahlutdeild í þorski verið flutt á fiskveiðiárinu 1999/2000 af báti sem krókaleyfi hefur með takmörkun á þorski skv. 6. og 8. mgr. til báts sem krókaleyfi hefur með þorskaflahámarki, sbr. 4. mgr., skal úthluta þeim báti sem þorskaflahlutdeildin var flutt af veiðileyfi með þorskaflahámarki á fiskveiðiárinu 2000/2001 nema eigandi þess báts velji veiðileyfi með krókaaflamarki.
     2.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV við lögin, sbr. ákvæði til bráðabirgða II við lög nr. 1 14. janúar 1999 og 3. gr. laga nr. 9 16. mars 1999:
                  a.      7. mgr. orðast svo:
                       Bátum sem veiðileyfi hafa með krókaaflamarki er aðeins heimilt að stunda veiðar úr þeim tegundum er þeir hafa krókaaflamark í og tegundum sem ekki sæta takmörkunum á leyfilegum heildarafla. Ráðherra skal þó setja reglur um leyfðan meðafla.
                  b.      Við ákvæðið bætist ný málsgrein og orðast svo:
                       Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXIII við lögin er Fiskistofu heimilt að veita bátum veiðileyfi með krókaaflamarki á fiskveiðiárinu 2000/2001 að uppfylltum skilyrðum skv. 5. gr. laganna. Eigendum báta sem stunda veiðar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXIII við lögin er heimilt að velja veiðileyfi með krókaaflamarki á fiskveiðiárinu 2000/2001 sæki þeir um slíkt leyfi til Fiskistofu fyrir 15. maí 2000, en úthlutað krókaaflamark þeirra getur þó aldrei orðið hærra en sem leiðir af krókaaflahlutdeildum þeim sem bundnar voru á viðkomandi skipi 1. apríl 2000. Hafi aðili selt krókabát sinn án krókaaflahlutdeilda á tímabilinu frá 15. janúar 1999 til 1. apríl 2000 getur Fiskistofa heimilað flutning þeirra krókaaflahlutdeilda sem við bátinn voru bundnar til báts sem veiðileyfi fær með krókaaflamarki, enda leggi hann fram við Fiskistofu, eigi síðar en 15. maí 2000, samning um sölu bátsins, greinargerð um ráðstöfun krókaaflahlutdeilda og beiðni um flutning þeirra.