Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1052  —  111. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um þjónustukaup.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Með neytanda er átt við einstakling sem er kaupandi þjónustu og kaupin eru ekki í atvinnuskyni eða í tengslum við starf hans.
     2.      Við 9. gr. Í stað orðanna „til hans á ný“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: aftur til hans.
     3.      Við 19. gr. Í stað orðanna „verður áhættan þar með hans“ komi: flyst áhættan til hans.
     4.      Við 22. gr. Á eftir orðinu „Fyrir“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: ógallaða.
     5.      Við 23. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Seljandi þjónustu á kröfu með sama hætti og neytandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem kveðið er á um í þessari grein.
     6.      Fyrirsögn V. kafla frumvarpsins orðist svo: Afhendingardráttur seljanda þjónustu.
     7.      Við 36. gr. Í stað orðsins „Skyldur“ í 3. mgr. komi: Greiðsluskylda.
     8.      39. gr. falli brott.
     9.      Við 40. gr. (er verði 39. gr.) Í stað orðsins „ritsíma“ komi: símskeyti.
     10.      Við 41. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2001.
     11.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Viðskiptaráðherra skipar kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem starfa skal frá gildistöku laganna og út árið 2005. Nefndarmenn skulu vera þrír. Ráðherra skipar einn nefndarmanna eftir tilnefningu Neytendasamtakanna, annan eftir tilnefningu Verslunarráðs Íslands og þann þriðja skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Hann skal fullnægja skilyrðum til að vera dómari.
                   Kostnaður af störfum kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa greiðist úr ríkissjóði.
                  Greini aðila að þjónustukaupum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögum þessum geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið.
                  Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
                       Viðskiptaráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um valdsvið og verkefni kærunefndar, málsmeðferðarreglur fyrir nefndinni og störf hennar að öðru leyti.