Ferill 260. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1054  —  260. mál.



                                  

Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, KHG, HjÁ, SAÞ, PHB, GunnB, ÖJ).



     1.      Við frumvarpið bætist tvær nýjar greinar er verði 1. og 2. gr., svohljóðandi:
       a.      (1. gr.)
                  Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr., svohljóðandi:
                  Lífeyrissjóðir skulu senda sjóðfélögum sínum yfirlit um iðgjaldagreiðslur eigi sjaldnar en á hálfs árs fresti. Yfirliti þessu skal fylgja áskorun til sjóðfélaga um að gera án tafar athugasemdir ef sannanlega innheimt iðgjöld hafa ekki borist sjóðnum.
       b.      (2. gr.)
                  Í stað orðsins „reglugerð“ í 5. mgr. 19. gr. laganna kemur: samþykktum.
     2.      Við 3. gr. (er verði 5. gr.). Í stað orðsins „lífeyrissjóða“ komi: lífeyrissjóðs.
     3.      Við 4. gr. (er verði 6. gr.). Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „sbr. 2. tölul. 2. mgr. 29. gr.“ í 1. mgr. kemur: sbr. 2. tölul. 3. mgr. 29. gr.
                  b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:
                       Lífeyrissjóður skal hafa í þjónustu sinni starfsmann sem hæfur er til að sinna eignastýringu verðbréfasafna sjóðsins á grundvelli menntunar sinnar og starfsreynslu.
                       Lífeyrissjóður sem býður upp á tvo eða fleiri valmöguleika varðandi ávöxtun lífeyrisiðgjalda eða ávinnslu lífeyrisréttinda skal hafa í þjónustu sinni starfsfólk sem hæft er til að sinna ráðgjöf í þeim efnum. Gæta skal þess að ráðgjöf sé sett fram á hlutlægan og faglegan hátt og taki mið af hagsmunum hvers sjóðfélaga. Lífeyrissjóður skal enn fremur láta útbúa skriflegt kynningarefni þar sem gerð er grein fyrir kostum og göllum einstakra valkosta miðað við mismunandi forsendur. Í auglýsingum og annarri kynningarstarfsemi lífeyrissjóða skal þess gætt að fram komi réttar og nákvæmar upplýsingar um starfsemi og þjónustu lífeyrissjóðanna.
     4.      Við 6. gr. (er verði 8. gr.).
       a.      3. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Lífeyrissjóðir skulu senda upplýsingar um fjárfestingarstefnu sína fyrir komandi ár til Fjármálaeftirlitsins eigi síðar en 1. desember ár hvert.
       b.      2. efnismgr. orðist svo:
                  Fjármálaeftirlitið skal setja reglur um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða og hvernig henni skuli skilað til eftirlitsins.


Prentað upp.


     5.      Við 8. gr. (er verði 10. gr.). Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Með ársreikningum lífeyrissjóða skal fylgja sú fjárfestingarstefna sem starfað er eftir. Jafnframt skal fylgja úttekt á ávöxtun eignasafna síðasta árs. Fjármálaeftirlitið skal setja nánari reglur um form og efni þessara skýrslna.
     6.      10. gr. verði 11. gr.
     7.      Við bætist ný grein er verði 12. gr., svohljóðandi:
                  Í stað síðari málsliðar 53. gr. laganna koma fimm nýir málsliðir, svohljóðandi: Um réttindi sjóðfélaga til greiðslu lífeyris úr sjóðum sem starfa samkvæmt greininni fer eftir reglugerðum hlutaðeigandi sjóða sem í gildi voru við gildistöku laga þessara. Þó skal heimilt að breyta ákvæðum um réttindi sjóðfélaga til samræmis við samkomulag sem samtök launþega og vinnuveitenda gera með sér, enda fari slík breyting hvorki í bága við III. kafla laganna né teljist ganga á ólögmætan hátt á áunninn rétt einstakra sjóðfélaga innbyrðis eða annarra sem réttinda njóta, eða hafa teljandi fjárhagsleg áhrif þegar litið er til eigna sjóðsins og lífeyrisskuldbindinga. Við það mat skal m.a. litið til umsagnar tryggingafræðings viðkomandi sjóðs sem fylgja skal ósk um breytingar. Breytingar á réttindaákvæðum skulu koma fram í staðfestum samþykktum fyrir viðkomandi sjóði. Að öðru leyti skulu lög þessi gilda um hlutaðeigandi sjóði eftir því sem við getur átt.