Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1108  —  628. mál.




Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
     1.      Friðrik Ottó Friðriksson, f. 12. desember 1973 á Íslandi.
     2.      Ingvar Þór Ólason, f. 24. október 1972 á Íslandi.
     3.      Jagusiak, Janina, f. 27. febrúar 1953 í Póllandi.
     4.      James, María Geirsdóttir, f. 27. nóvember 1947 á Íslandi.
     5.      Khodayar, Maryam, f. 5. október 1961 í Íran.
     6.      Ratan Hallgrímsson, f. 29. mars 1997 á Indlandi.
     7.      Santia Svanhvít Sigurjónsdóttir, f. 9. september 1966 í Bretlandi.
     8.      Thorisson, Jasmin, f. 6. júní 1984 í Svíþjóð.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Allsherjarnefnd bárust 26 umsóknir um ríkisborgararétt á 125. löggjafarþingi, sbr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/1952.
    Nefndin vinnur nú að mótun nýrra starfsreglna um veitingu íslensks ríkisborgararéttar eftir að lögum um ríkisborgararétt var breytt síðla árs 1998. Lagt er til að átta einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni.