Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1208  —  567. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um rannsókn sjóslysa.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Sjómannasambandi Íslands, Landhelgisgæslu Íslands, Siglingastofnun Íslands, Vélstjórafélagi Íslands, Almannavörnum ríkisins, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Landssambandi smábátaeigenda, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Sambandi íslenskra kaupaskipaútgerða, rannsóknarnefnd sjóslysa og Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heildarlög um rannsókn sjóslysa sem komi í stað ákvæða siglingalaga um það efni.
    Í frumvarpinu eru nokkur nýmæli miðað við gildandi löggjöf. Lagt er til að sjóslysarannsóknir verði algjörlega sjálfstæðar og að því leyti hliðstæðar rannsóknum flugslysa en hingað til hefur frumrannsókn sjóslysa verið hjá lögreglu og í sjóprófum. Þá er kveðið á um að sönnun í opinberum málum verði ekki byggð á skýrslum rannsóknarnefndar sjóslysa. Er það gert til að trúnaður megi haldast milli rannsakanda og þeirra sem rannsóknin beinist að. Loks er lagt til að álit rannsóknarnefndarinnar verði notuð til að efla forvarnir og auka öryggi skipa og sjómanna.
    Nefndin leggur til að tekið verði fram í frumvarpinu að einn nefndarmanna í rannsóknarnefndinni skuli vera formaður. Þá eru lagðar til tvær aðrar smávægilegar breytingar sem ekki eru efnislegar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 8. maí 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Jón Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Kristján L. Möller.


Jón Bjarnason.