Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1210  —  568. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Sjómannasambandi Íslands, Landhelgisgæslu Íslands, Siglingastofnun Íslands, Vélstjórafélagi Íslands, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Landssambandi smábátaeigenda, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða.
    Meginbreyting samkvæmt frumvarpinu er að ekki verður lengur skylda að halda sjópróf. Þá er í því mælt fyrir um ýmsar breytingar á lögunum til samræmis við breytingar sem orðið hafa á réttarfari. Frumvarp þetta er lagt fram samhliða máli nr. 567, um rannsóknir sjóslysa, og eru flestar breytingarnar afleiðing af breytingum sem þar er gert ráð fyrir.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Jón Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Kristján L. Möller.


Jón Bjarnason.