Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1253  —  420. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, og á l. nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (JóhS, MF, ÖJ).



     1.      Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á b-lið:
                  a.      Í stað orðsins „sex“ í inngangsmálsgrein komi: sjö.
                  b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lokað útboð: Sala samkynja verðbréfa sem boðin eru afmörkuðum hópi einstaklinga til kaups í fyrsta sinn án almennrar og opinberrar auglýsingar eða kynningar sem jafna má til opinberrar auglýsingar.
     2.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
             Ráðherra getur með reglugerð, að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins, takmarkað heimildir verðbréfafyrirtækja til að eiga viðskipti fyrir eigin reikning.
     3.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
              20. gr. laganna orðast svo:
             Almennt útboð verðbréfa, annarra en ríkisskuldabréfa, skuldabréfa með ríkisábyrgð og ríkisvíxla, skal fara fram fyrir milligöngu verðbréfafyrirtækja skv. 8. gr. eða annarra aðila sem til þess hafa heimild í lögum.
             Óheimilt er að bjóða almenningi til kaups verðbréf sem falla undir grein þessa, en hafa ekki verið boðin út í samræmi við ákvæði hennar.
             Í reglugerð sem ráðherra setur skal kveða nánar á um almennt útboð verðbréfa, svo sem um gerð útboðsgagna og aðdraganda útboðs, tilkynningar um almennt útboð, reglur um fyrsta söludag almennra útboða og tilkynningar verðbréfafyrirtækja og annarra aðila sem hafa milligöngu um almennt útboð um heildarsölu verðbréfa í almennu útboði. Þá skal ráðherra, að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins, setja reglugerð um lokuð útboð, m.a. um skilyrði fyrir þeim, aðdraganda og framkvæmd þeirra og um heimildir til viðskipta með verðbréf sem boðin eru í lokuðu útboði.
     4.      Við 8. gr. Við fyrri efnismálsgrein bætist nýr töluliður, svohljóðandi: að hver einstök viðskipti stjórnenda, starfsmanna og maka séu, eftir því sem við á, samþykkt fyrir fram af viðkomandi yfirmanni.
     5.      Á eftir 10. gr. (er verði 11. gr.) komi ný grein svohljóðandi:
              Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd greinar þessarar, m.a. um takmarkanir á viðskiptum, tilkynningar um viðskipti og birtingu þeirra, birtingu rekstraráætlana, tíðari uppgjör fyrirtækja eins og ársfjórðungsuppgjör, og tilgreiningu aðila og birtingu lista yfir þá. Þá er ráðherra heimilt að ákveða í reglugerð að tilteknir aðilar teljist fruminnherjar í fyrirtæki og að þeir geti ekki átt í viðskiptum með verðbréf sín fyrr en að liðnum allt að sex vikum frá birtingu afkomutalna þess.
     6.      Við 13. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi, að undanskilinni 7. gr. um almennt og lokað útboð verðbréfa sem tekur gildi 1. júlí 2000. Starfandi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu hafa lagað starfsemi sína að 5. gr. laga þessara fyrir 1. janúar 2001.