Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1255  —  196. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir frá fyrri þingum.
    Í frumvarpinu er lagt til að Höfn í Hornafirði og Þorlákshöfn bætist í hóp aðaltollhafna.
    Undanfarin ár hefur mikilvægi Þorlákshafnar aukist sem almennrar vöruhafnar. Hefur þar verið reist frysti- og kæligeymsla auk aðstöðu fyrir tollvörugeymslu. Er því orðið mjög brýnt að Þorlákshöfn verði gerð að aðaltollhöfn. Þá er það einnig mikið hagsmunamál fyrir Höfn í Hornafirði að öðlast réttindi aðaltollhafnar. Íbúafjöldi þar hefur meira en tvöfaldast síðustu tvo áratugi og umsvif atvinnufyrirtækja eflst að sama skapi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.