Ferill 547. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1257  —  547. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (JóhS, MF, ÖJ).



    Á eftir 11. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði b-liðar ákvæðis til bráðabirgða XXXVI skulu fjárhæðir í 5. mgr. A-liðar og 4. mgr. B-liðar 69. gr. laganna breytast þannig við ákvörðun barnabóta á árinu 2000 vegna barna á framfæri í árslok 1999 og vaxtabóta á árinu 2000 vegna vaxtagjalda á árinu 1999 að í stað 2,5% hækkunar milli áranna 1999 og 2000 hækki fjárhæðirnar um 15,1%. Þannig reiknaðar fjárhæðir taki síðan breytingum milli áranna 2000 og 2001 í samræmi við reglur c-liðar ákvæðis til bráðabirgða XXXVI.