2001-01-18 00:26:36# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[24:26]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg skýrt, herra forseti, og það hefur margoft komið fram í dag að við höfum talið og við teljum að ekki þurfi að setja sérstök lög til þess að greiða öryrkjum út þær bætur sem hæstaréttardómurinn kvað á um. Það er alveg skýrt.

Ef ríkisstjórnin ætlar sér aftur á móti að bæta smánarleg kjör öryrkja almennt eins og t.d. tveggja öryrkja í sambúð eða lífeyrisþega og hækka þessar 51 þús. kr. þá þarf vissulega lagabreytingu.