Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 11:54:54 (3890)

2001-01-18 11:54:54# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[11:54]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er alveg ótrúlega bíræfinn útúrsnúningur. Hv. þm. slær hér eigin met í slíku. Með þessu er verið að hækka lágmarksbæturnar úr 18 þús. upp 43 þús. Það er verið að hækka lágmarksbæturnar um 25 þús. kr.

Lykilatriðið í þessu er hins vegar að þær skerðingar sem þarna er um að ræða eru eingöngu vegna þess að heimilistekjurnar hjá viðkomandi einstaklingi, fjölskyldutekjurnar, tekjur hjónanna, eru það háar að þarna verður skerðing. (Gripið fram í.) Ég vildi óska eftir að hv. þm. hætti að grípa fram í, hann á að venja sig af því almennt, sérstaklega núna. --- Þetta er ástæðan fyrir því að það er að mínum dómi réttlætanlegt og eðlilegt að grípa til skerðingar vegna þess að það er verið að taka tillit til tekna makans. Þegar hv. þm. ber mér það á brýn að ég telji eðlilegt að einn einstaklingur hafi þessa upphæð þá er það bara rangt. Ég er að hugsa um heildartekjurnar sem þessi hjón eða þetta fólk í hjúskap hefur. Ég frábið mér svona ómerkilegan útúrnsnúning, hv. þm.