Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 16:23:59 (4201)

2001-01-23 16:23:59# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[16:23]

Þuríður Backman (andsvar):

Það fer eftir pólitískri skoðun, pólitískri túlkun, eigin sannfæringu og eigin upplifun. Ég er þess fullviss, og ekkert hefur breytt sannfæringu minni, að dómur Hæstaréttar, dómsorðið, standi og eigi við kröfugerðina. Þar sem ég upplifi, þar sem ég trúi því að þannig séu málin, þá er það stjórnarskrárbrot. Í huga þeirra stjórnarliða sem leggja þetta frumvarp fram og telja að með því séu þeir að túlka dóminn þá er það ekki stjórnarskrárbrot. En í mínum huga er það.