Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 17:24:58 (4222)

2001-01-23 17:24:58# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[17:24]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf ekki meira en eina mínútu vegna þess að það hefur komið fram í orðum mínum að hægt er að deila um hvort kjörin fylgi launaþróun. Ég var að lýsa því að samtök aldraðra hefðu reiknað það út að ef greiðslurnar hefðu fylgt hlutfalli af launum verkafólks frá 1991, og árið 1991 væri ekki góðæri í þessu landi, og ef þannig hefði verið núna árið 1999 og 2000 hefði það kostað ríkissjóð þremur og hálfum milljarði á ári meira en það gerir. Já, það er hægt að deila um hvort kjör fylgi launaþróun.