Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 23:17:48 (4255)

2001-01-23 23:17:48# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[23:17]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Það fjölgar í tonnatali sjálfskipuðum nýjum hæstaréttardómurum úr hópi stjórnarandstöðunnar.

Spurning forsn. Alþingis var mjög klár: Hefur því verið slegið föstu með tilvísun til dóms Hæstaréttar að almennt sé andstætt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands að kveða í lögum á um að skerðing geti orðið á fjárhæð tekjutryggingar örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka hans? Svarið hjá forseta Hæstaréttar er nei.