2001-01-24 00:00:43# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[24:00]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að beina einni einfaldri spurningu til formanns Framsfl. og hæstv. utanrrh. Íslands. Þegar tekjutrygging sem núna er 32 þús. 566 kr. er færð í aðra tölu, 25 þús. kr., er það hækkun eða er það lækkun? Ég hélt það væri lækkun. Og ég spyr sama mann, talsmann Framsfl. og fulltrúa ríkisstjórnarinnar í þessu hneykslismáli, hvernig hann réttlætir það fyrir sjálfum sér og eigin samvisku að beita fyrningarákvæðum í lögum til þess að hafa af fólki réttar- og kjarabætur sem því hefur verið úrskurðað?