2001-01-24 00:07:45# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[24:07]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Að mínu viti er vart hægt að tala um óvenjulegar aðstæður. Hér hefur verið harkalega tekist á. Hér hefur verið deilt um hvað beri að gera í kjölfar þessa dóms. Menn hafa deilt um hvað hægt sé að gera þannig að þeir standi innan þess ramma sem stjórnarskráin setur. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að keyra út á ystu nöf og að mínu viti hvað varðar afturvirknina er gengið skrefi of langt.

En þegar svo er komið að Alþingi er að skapa það fordæmi að á köflum sé hægt að senda Hæstarétti beiðni um lögfræðilegar álitsgerðir þá er réttaröryggi borgaranna í þessu landi, að mínu viti, ógnað. Ef við förum að blanda saman um of þessum þremur valdþáttum er réttarörygginu ógnað. Það er mín skoðun.