2001-01-24 00:17:26# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[24:17]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ríkisstjórnin er enn á ný að brjóta mannréttindi á hópi öryrkja. Þessi lagasetning um skerðingu tekjutryggingar öryrkja vegna tekna maka hans stenst ekki stjórnarskrána samkvæmt dómi Hæstaréttar og dæmalaust bréf forseta Hæstaréttar, sem barst í kvöld, staðfestir það. Auk þess ætlar ríkisstjórnin ekki að greiða til baka að fullu það fé sem haft var af öryrkjum í heimildarleysi frá 1994. Þessari gjörð mótmæli ég harðlega og stjórnarandstaðan öll. Ég segi nei.