2001-01-24 00:40:04# 126. lþ. 65.92 fundur 269#B þingfrestun#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 126. lþ.

[24:40]

Forseti (Halldór Blöndal):

Komið er að lokum síðasta fundar í þeirri fundalotu sem staðið hefur í rúma viku. Alþingi var kallað saman til funda nokkru fyrr en ætlað var til að fjalla um stjórnarfrv. sem mikill styr hefur staðið um seinustu daga. Eins og forseti greindi frá þegar þing kom aftur saman eftir jólahlé var um það rætt milli þingflokka að gert yrði að nýju hlé á þingstörfum eftir að þessari lotu lyki svo að hv. þm. gæfist kostur á að halda fundi sem boðað hafði verið til í kjördæmum þeirra og eiga önnur samskipti við kjósendur.

Alþingi hefur nú samþykkt að gera um tveggja vikna hlé á störfum sínum og mun það koma saman til fundar á ný eigi síðar en 8. febrúar nk.

Ég bið þess að að við munum öll hittast heil er Alþingi kemur saman að nýju.