DSigf fyrir SF

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 10:32:31 (4297)

2001-02-08 10:32:31# 126. lþ. 66.96 fundur 275#B Drífa Sigfúsdóttir f. SF#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[10:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa tvö bréf, hið fyrra dags. 6. febrúar sl.:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 2. varaþingmaður Framsfl. í Reykn., Drífa J. Sigfúsdóttir húsmóðir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþingmanns.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Siv Friðleifsdóttir, 7. þm. Reykn.``

Síðara bréfið er dags. 5. febrúar og hljóðar svo:

,,Herra forseti Alþingis.

Af sérstökum ástæðum getur undirritaður ekki tekið sæti Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi næstu tvær vikur.

Þetta tilkynnist yður hér með.

Páll Magnússon,

1. varaþingmaður Framsfl. í Reykn.``

Kjörbréf Drífu Sigfúsdóttur hefur verið samþykkt. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.