Breyting á starfsáætlun þingsins

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:05:05 (4393)

2001-02-12 15:05:05# 126. lþ. 67.96 fundur 289#B breyting á starfsáætlun þingsins#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Forseti (Halldór Blöndal):

Eins og hv. alþm. er kunnugt hefur starfsáætlun Alþingis raskast vegna aukafunda þingsins í janúar og þingfrestunar til 8. febrúar. Ráðgert var að nefndadagar yrðu í næstu viku en það getur ekki talist hagkvæmt við þessar aðstæður, hvorki fyrir afgreiðslu þingmála né vinnu þingnefndanna. Forsn. samþykkti því á fundi sínum í næstliðinni viku þá breytingu á starfsáætluninni að í stað nefndadaga í vikunni 19.--22. febrúar verði haldnir þingfundir á venjulegum tíma, þó þannig að enginn fundur verður fimmtudaginn 22. febrúar. Þetta bið ég þingmenn að hafa í huga.