Breytingar á starfsemi Rariks

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:33:23 (4417)

2001-02-12 15:33:23# 126. lþ. 67.1 fundur 280#B breytingar á starfsemi Rariks# (óundirbúin fsp.), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:33]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég tel að ég hafi góðar heimildir fyrir því að sumt af störfum sem unnin eru á vegum Rariks séu einmitt að flytjast til Reykjavíkur um þessar mundir, ég hef það frá þeim sem hafa fengið fréttir af því. Ég tel líka að fullkomin ástæða sé til þess að gera athugasemdir við það og gagnrýna harðlega að umræðan skuli ekki fá að fara fram á undan athöfnunum því að það hlýtur að skipta miklu máli í sambandi við endurskipulagningu á þessu fyrirtæki hvernig eigi að haga þessum málum til framtíðar, hvernig eignarhaldið eigi að vera, hvort Rarik eigi að fara til Akureyrar o.s.frv.

Það er ansi hart að taka þátt í pólitík á Íslandi ef ekki er hægt að fá að tala um málin áður en þau eru tilbúin og sett fram í frv. á hv. Alþingi en við það megum við búa í stjórnarandstöðunni.

Rarik veit hvað stendur til og þess vegna er Rarik að gera hlutina er hér sagt. Ég segi: Hverjir eru það sem ráða? Er það stjórnendur Rariks?