Úthlutun sjónvarpsrása á höfuðborgarsvæðinu

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 18:25:33 (5107)

2001-02-28 18:25:33# 126. lþ. 79.13 fundur 440. mál: #A úthlutun sjónvarpsrása á höfuðborgarsvæðinu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[18:25]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þm. verð ég að segja að það liggur ekkert fyrir í ráðuneytinu um að það sé hægt að fjölga þessum rásum þannig að uppfylla megi allar þær óskir sem borist hafa Póst- og fjarskiptastofnun. En ég held jafnframt að það sé skynsamlegt að huga rækilega að þessum málum vegna þeirra tæknibreytinga sem stafrænar sjónvarpsútsendingar hafa í för með sér og skapa miklu meiri möguleika á fjölgun rása. Það liggur ekkert fyrir um það eins og er að hægt verði að verða við þeim mörgu óskum sem núna liggja fyrir en það er vilji minn að reynt verði að hraða því að koma á stafrænum sjónvarpsútsendingum og ef allt gengur eðlilega fyrir sig þá er ekki útilokað að það gæti orðið á árinu 2002.