Innflutningur hvalaafurða

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 13:57:31 (5702)

2001-03-14 13:57:31# 126. lþ. 89.1 fundur 421. mál: #A innflutningur hvalaafurða# fsp. (til munnl.) frá landbrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[13:57]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Sótraftar á sjó dregnir, segir hæstv. landbrh. og er búinn að vera hér í aðalhlutverki síðan þessi fundur hófst og hefur staðið sig með nokkrum ágætum í orðaskaki og verið bara nokkuð formannslegur. (Gripið fram í.) Formannslegur segi ég, en að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir að hann er í framboði til varaformanns. Þetta var hrósyrði af minni hálfu ef menn hafa ekki skilið það. En, herra forseti, ég ætla að vona að ef erindi kemur til hæstv. landbrh. um að skoða það að flytja inn hvalkjöt, þá meti hann það ekki út frá því hvort honum finnist annað kjöt á Íslandi gott. Sú er hér stendur kann mjög að meta hvalkjöt og finnst það öndvegismatur og ég ætla að vona að ráðherrann meti umsóknina út frá faglegum sjónarmiðum en alls ekki því hvort hann vill að vér etum kindakjöt eingöngu.